Ökklinn of bólginn fyrir myndatöku

Harry Kane.
Harry Kane. AFP

Framherjinn Harry Kane gæti verið frá næsta mánuðinn vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Tottenham gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag. Guardian greinir frá í dag.  

Kane lék allan leikinn, en þurfti aðhlynningu eftir leik, áður en hann haltraði af velli. Kane er mjög bólginn á vinstri ökkla og hefur verið erfitt fyrir læknateymi Tottenham að meðhöndla meiðslin. Hann hefur m.a ekki getað farið í myndatöku. 

Kane gæti misst af fyrri leik Tottenham við Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næsta mánuði. Kane hefur áður meiðst á ökkla og var hann t.d frá í sjö vikur árið 2016 vegna svipaðra meiðsla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert