Gordon Banks í myndum

Gordon Banks og Ásgeir Sigurvinsson ræða málin í höfuðstöðvum Stoke …
Gordon Banks og Ásgeir Sigurvinsson ræða málin í höfuðstöðvum Stoke City í nóvember 1999 eftir að Ásgeir tók þátt í kaupum íslenskra fjárfesta á Stoke, félaginu sem Banks lék lengi með. mbl.is/Ragnar Axelsson

Gordon Banks, einhver frægasti knattspyrnumarkvörður allra tíma, lést í nótt, 81 árs að aldri. Hér gefur að líta myndir frá ýmsum tímum á hans ferli og æviskeiði.

Þess má geta að Banks verður minnst með lófataki á öllum deildaleikjum á Englandi frá og með deginum í dag til sunnudags.

Gordon Banks, lengst til vinstri í aftari röð, ásamt hluta …
Gordon Banks, lengst til vinstri í aftari röð, ásamt hluta af liði á heimsmeistaramóti Englands árið 1966. AFP
Gordon Banks í marki Englands í úrslitaleik HM 1966. Hann …
Gordon Banks í marki Englands í úrslitaleik HM 1966. Hann náði ekki að verja frá Wolfgang Weber sem jafnaði í 2:2 í blálokin en England vann 4:2 í framlengingu. AFP
Gordon Banks, lengst til vinstri, fylgist með Bobby Moore fyrirliða …
Gordon Banks, lengst til vinstri, fylgist með Bobby Moore fyrirliða Englands lyfta heimsstyttunni eftir sigurinn á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleik HM 1966. AFP
Gordon Banks í leik með Stoke City.
Gordon Banks í leik með Stoke City. AFP
Gordon Banks árið 1969.
Gordon Banks árið 1969. AFP
Gordon Banks ræðir við Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformann Stoke City, …
Gordon Banks ræðir við Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformann Stoke City, á Britannia Stadium í nóvember 1999. mbl.is/Ragnar Axelsson
Gordon Banks og Pelé afhenda Thierry Henry verðlaun árið 2004.
Gordon Banks og Pelé afhenda Thierry Henry verðlaun árið 2004. Reuters
Gordon Banks árið 2006.
Gordon Banks árið 2006. AFP
Gordon Banks með ólympíueldinn á Wembley-leikvanginum í London fyrir Ólympíuleikana …
Gordon Banks með ólympíueldinn á Wembley-leikvanginum í London fyrir Ólympíuleikana 2012. AFP
Gordon Banks árið 2015.
Gordon Banks árið 2015. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert