Pogba hæstánægður með Solskjær

Paul Pogba hrósaði knattspyrnustjóra sínum Ole Gunnar Solskjær í viðtali ...
Paul Pogba hrósaði knattspyrnustjóra sínum Ole Gunnar Solskjær í viðtali eftir leik United og Chelsea. AFP

Paul Pogba sýndi frábæra takta þegar Manchester United vann 2:0-sigur gegn Chelsea í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í kvöld. Pogba lagði upp fyrra mark United í leiknum með laglegri fyrirgjöf og skoraði svo seinna mark liðsins með skalla undir lok fyrri hálfleiks.

„Þetta var fallegur sigur,“ sagði Pogba í samtali við BBC Sport eftir leikinn. „Við spiluðum mjög vel, allt liðið, en þetta var alls ekki auðveldur leikur að spila. Við gerðum það sem þurfti og erum komnir áfram og það er ánægjuefni. Allt liðið á hrós skilið og liðið hjálpar mér að spila eins og ég geri best. Ég geri allt fyrir liðið og við njótum þess að spila saman.“

„Við erum Mancehster United og við förum í alla leiki til þess að vinna og vinna bikara. Solskjær tók þetta starf að sér því hann getur það. Hann treystir okkur fullkomlega og við treystum honum fullkomlega,“ sagði Pogba í samtali við BBC Sport.

mbl.is