United dróst gegn Wolves

Ole Gunnar Solskjær fagnar sigri Manchester United gegn Chelsea á ...
Ole Gunnar Solskjær fagnar sigri Manchester United gegn Chelsea á Stamford Bridge í kvöld. AFP

Manchester United mætir úrvalsdeildarliði Wolves í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en dregið var í átta liða úrslit keppninnar strax eftir að leik Chelsea og United lauk í sextán liða úrslitum keppninnar í kvöld þar sem United fór með 2:0-sigur af hólmi.

Manchester City mætir B-deildarliði Swansea á útivelli og þá mætast úrvalsdeildarliðin Watford og Crystal Palace á heimavelli Watford. B-deildarlið Millwall fær svo úrvalsdeildarlið Brighton í heimsókn.

Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Swansea - Manchester City
Watford - Crystal Palace
Wolves - Manchester United
Millwall - Brighton

mbl.is