Eriksen tryggði Tottenham sigur

Christian Eriksen skorar sigurmark Tottenham í leiknum í kvöld.
Christian Eriksen skorar sigurmark Tottenham í leiknum í kvöld. AFP

Tottenham sigraði Brighton 1:0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Tottenham er þá með 70 stig í 3. sæti deildarinnar. Watford og Southampton gerðu 1:1 jafntefli. 

Tottenham er í góðri stöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti en Brighton er áfram í hörðum fallslag. Tottenham er með þriggja stiga forskot á Chelsea. Þá er liðið með fjögurra stiga forskot á vini sína í Arsenal sem eiga leik til góða. Manchester United er með 64 stig og á leik til góða á Tottenham. 

Daninn Christian Eriksen bjargaði deginum fyrir Tottenham þegar hann galdraði fram sigurmarkið á 89. mínútu með föstu skoti utan teigs. Tottenham sótti stíft á löngum köflum en Brighton pakkaði í vörn og varðist lengst af vel. 

Shane Long skoraði eftir aðeins sex sekúndna leik og kom Southampton yfir gegn Watford. Southampton var yfir í liðlega 90 mínútur en þá jafnaði Andre Gray fyrir Watford. 

Brighton er með 34 stig, þremur stigum frá fallsæti og Southampton er með 37 stig. 

Tottenham 1:0 Brighton opna loka
90. mín. Leik lokið Tottenham marði sigur en sigurmarkið kom seint.
mbl.is