Vil þakka ykkur frá dýpstu hjartarótum

Unai Emery var rekinn í dag.
Unai Emery var rekinn í dag. AFP

Spænski knattspyrnustjórinn Unai Emery var í dag rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal eftir rúm ár í starfi. Emery tók við Arsenal af Arsene Wenger í maí á síðasta ári en var vikið frá störfum í dag eftir sjö leiki í röð án sigurs. 

Arsenal er í áttunda sæti ensku deildarinnar, átta stigum frá fjórum efstu sætunum. „Það hefur ekki liðið einn dagur þar sem ég hef ekki hugsað um hversu heppinn ég var að fá að vera stjóri Arsenal,“ skrifari Emery í opnu bréfi til stuðningsmanna Arsenal. 

„Það var heiður að fá að vera stjóri Arsenal og ég vil þakka ykkur frá dýpstu hjartarótum fyrir að hjálpa mér og allan stuðninginn. Ég hefði viljað ná í betri úrslit fyrir ykkur, bætti Spánverjinn við. 

mbl.is