Litli guttinn í Liverpool-búningnum

Liverpool á stuðningsfólk á ýmsum aldri.
Liverpool á stuðningsfólk á ýmsum aldri. AFP

Sonur minn fagnaði eins árs afmæli sínu síðasta sunnudag. Hann, líkt og ég, hafði lítið val um það hvaða lið væri „hans“ lið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það er ótrúlegt með mannskepnuna hvað hún þarf alltaf að finna ástæður fyrir öllu. Eftir að sonur minn fæddist, 1. desember 2018, vann Liverpool átta leiki í röð. Ég skrifaði þetta góða gengi að sjálfsögðu á fæðingu frumburðarins.

Í byrjun janúar ákvað ég að gera nokkuð sem ég hafði aldrei gert áður. Ég klæddi son minn í Liverpool-búning fyrir stórleik Manchester City og Liverpool. Liverpool tapaði að sjálfsögðu leiknum en ég neitaði að gefast upp. Ég klæddi hann aftur frá toppi til táar í Liverpool-dress fyrir leik gegn Wolves í enska bikarnum sem tapaðist líka. Eftir annað tapið í röð fór búningurinn ofan í skúffu.

Sjá bakvörðinn í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert