Watford féll fyrir botnliði úr C-deild sem mætir Manchester United

Bikarævintýri átti sér staða á Prenton Park í kvöld og …
Bikarævintýri átti sér staða á Prenton Park í kvöld og Tranmere tekur nú á móti Manchester United á þessum velli. AFP

Tranmere Rovers, sem er í 21. sæti C-deildarinnar, sló í kvöld úrvalsdeildarlið Watford út úr ensku bikarkeppninni í knattspyrnu með 2:1 sigri í framlengdum leik á heimavelli sínum í útjaðri Liverpool.

Emmanuel Monthe kom Tranmere yfir á 36. mínútu en Kaylen Hinds jafnaði fyrir Watford á 68. mínútu. Connor Jennings skoraði sigurmarkið á lokamínútu fyrri hálfleiks framlengingarinnar.

Tranmere fær heldur betur verðlaun fyrir þessa frammistöðu því liðið tekur á móti Manchester United í fjórðu umferð keppninnar á sunnudaginn.

mbl.is