Everton í Meistaradeildarbaráttuna?

Í hádeginu á laugardag hefst 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með sannkölluðum stórleik milli Lundúnaliðanna Chelsea og Tottenham.

Í myndskeiðinu fara Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarsson hjá Símanum Sport vel yfir 27. umferðina og áhugaverðustu viðureignir hennar. Chelsea og Tottenham eru í fjórða og fimmta sæti og slást um Meistaradeildarsæti og síðdegis á laugardag eigast við Leicester og Manchester City, liðin sem eru í þriðja og öðru sæti.

Síðasti leikur sunnudagsins er á milli Arsenal og Everton og þeir Tómas og Bjarni eru á því að með sigri þar myndu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar blanda sér af alvöru í baráttuna um sæti í Meistaradeild Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert