Sendur aftur til Everton

Cenk Tosun fagnar eina marki sínu fyrir Crystal Palace.
Cenk Tosun fagnar eina marki sínu fyrir Crystal Palace. AFP

Tyrkneski framherjinn Cenk Tosun hefur verið sendur aftur til Everton frá Crystal Palace vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu með Palace í vikunni. Tosun var að láni hjá Palace frá Everton. 

Tosun fór til Palace að láni í janúar og hafði Palace möguleika á að kaupa hann eftir tímabilið. Nú er hins vegar óljóst hvort forráðamenn Palace hafi áhuga á að kaupa Tyrkjann, sem verður frá út allt tímabilið vegna meiðslanna. 

Sóknarmaðurinn skoraði eitt mark í fimm leikjum með Palace. Hann skoraði aðeins níu mörk í 44 leikjum fyrir Everton eftir að liðið keypti hann frá Besiktas á 27 milljónir punda fyrir tveimur árum. Þá hefur hann skorað 16 mörk í 40 landsleikjum með Tyrklandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert