Tveir til viðbótar með veiruna

Leikmen Bournemouth fagna marki á Anfield.
Leikmen Bournemouth fagna marki á Anfield. AFP

Tveir til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa verið greindir með kórónuveiruna en Bournemouth hefur staðfest að annað smitanna má rekja til herbúða félagsins. Sky Sports segir frá þessu. Ekki er vitað hvort um leikmenn sé að ræða.

Allir leikmenn deildarinnar fóru í skimun fyrr í vikunni og greindust þá sex með veiruna, m.a. leikmaðurinn Adrian Mariappa hjá Watford, og einn úr þjálfarateymi Burnley. Úrvalsdeildin tilkynnti niðurstöðu úr seinni skimun í dag og komu þar tvö ný smit i ljós en báðir einstaklingarnir sem smituðust eru farnir í einangrun.

Hvert fé­lag get­ur tekið allt að 100 próf á hverri viku en þetta er liður í að koma keppni í úr­vals­deild­inni aft­ur af stað. Stefnt er að því að hefja keppni á ný um miðjan júní en það er ekki staðfest enn þá, enda þurfa heil­brigðis­yf­ir­völd á Bret­lands­eyj­um að gefa end­an­legt leyfi.

mbl.is