Bale orðinn leikmaður Tottenham

Gareth Bale er orðinn leikmaður Tottenham á nýjan leik.
Gareth Bale er orðinn leikmaður Tottenham á nýjan leik. Ljósmynd/Tottenham

Walesverjinn Gareth Bale gekk í dag í raðir Tottenham á lánssamningi frá Real Madríd sem gildir út leiktíðina. Bale varð á sínum tíma dýrasti leikmaður heims er Real Madríd keypti hann frá Tottenham á 100 milljónir evra. 

Bale hefur hins vegar lítið fengið að spila með Real Madrid að undanförnu og er samband hans og Zinedine Zidane knattspyrnustjóra sagt slæmt. Var Bale einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék síðast með Tottenham. 

Bale, sem er 31 árs, lék á sínum tíma 146 leiki með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim 42 mörk. Þá skoraði hann 80 mörk í 171 deildarleik með Real. 

Var Bale kynntur til leiks á samfélagsmiðlum Tottenham í dag, örfáum mínútum eftir að Sergio Reguilón var sömuleiðis kynntur til leiks. Reguilón er bakvörður sem kemur sömuleiðis frá Real Madríd, en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert