Mörkin: Sjö marka veisla hjá Gylfa og félögum (myndskeið)

Evert­on lenti í smá basli með nýliða West Brom en vann að lok­um sann­fær­andi sig­ur í ann­arri um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu í dag, 5:2. 

West Brom komst snemma í 1:0 og þá jöfnuðu nýliðarnir í 2:2 á 47. mínútu þrátt fyrir að vera þá orðnir manni færri. Everton nýtti sér hins vegar liðsmuninn á lokum og skoraði þrjú mörk til viðbótar. 

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 65. mínútu hjá Everton í stöðunni 4:2. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is