Tekur Allegri við Manchester United?

Massimiliano Allegri var sigursæll hjá Juventus.
Massimiliano Allegri var sigursæll hjá Juventus. AFP

Ítalinn Massimiliano Allegri verður næsti knattspyrnustjóri Manchester United ef félagið lætur Ole Gunnar Solskjær fara vegna slæmra úrslita að undanförnu. Þetta er fullyrt í Daily Express í dag.

United steinlá á heimavelli gegn Tottenham, 1:6, í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið og er í sextánda sæti úrvalsdeildarinnar eftir að hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu, báðum á heimavelli. Hinn tapleikurinn var gegn Crystal Palace.

Allegri stýrði Juventus um árabil og vann þar ítalska meistaratitilinn fimm sinnum og ítalska bikarinn fjórum sinnum ásamt því að hljóta tvívegis silfurverðlaun í Meistaradeild Evrópu. Hann hætti störfum hjá félaginu á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert