Óttast að tímabilið sé búið

Joe Gomez í leik Liverpool og Manchester City um síðustu …
Joe Gomez í leik Liverpool og Manchester City um síðustu helgi. AFP

Joe Gomez óttast að tímabilinu sé lokið hjá sér eftir að hann meiddist á hné á æfingu enska landsliðsins í gær.

Hann fór strax í myndatöku og þó ekki sé að vænta niðurstöðu úr henni fyrr en síðar í dag þá hefur hann sjálfur miklar áhyggjur af meiðslunum samkvæmt heimildum Independent. Gomez hefur áður átt í vandræðum með hnéð.

Gomez spilar fyrir Englandsmeistara Liverpool sem eru orðnir ansi vængbrotnir í varnarlínunni. Virgil van Dijk meiddist í hné í leik fyrr í vetur og verður frá í marga mánuði eftir að hafa farið í aðgerð.

mbl.is