Son leikmaður mánaðarins

Son Heung-min fagnar marki fyrir Tottenham.
Son Heung-min fagnar marki fyrir Tottenham. AFP

Son Heung-min, sóknarmaður Tottenham, hefur verið valinn leikmaður októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrir að hafa skorað fjögur mikilvæg mörk fyrir liðið.

Suður-Kóreumaðurinn skoraði fjögur mörk í október, þar af tvö í fræknum 6:1-sigri gegn Manchester United á Old Trafford en einnig gerði hann sigurmark Tottenham gegn Burnley. Tottenham er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Leicester.

José Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins, sagði á blaðamannafundi sínum fyrir síðustu helgi að frammistaða Son væri „í heimsklassa, ár eftir ár.“

Þá var Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves, útnefndir stjóri mánaðarins. Úlfarnir unnu þrjá af fjórum leikjum sínum í október og fengu bara á sig eitt mark, í 1:1-jafntefli gegn Newcastle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert