Aldrei upplifað svona kafla á ferlinum

Paul Pogba er lykilmaður í franska landsliðinu.
Paul Pogba er lykilmaður í franska landsliðinu. AFP

Paul Pogba, landsliðsmaður Frakka í knattspyrnu og leikmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, er að ganga í gegnum erfiða tíma þessa dagana.

Miðjumaðurinn, sem er orðinn 27 ára gamall, hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði United á tímabilinu og hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu.

Pogba hefur aðeins komið við sögu í tíu leikjum með United á tímabilinu og af þeim hefur hann aðeins byrjað fimm þeirra.

„Ég hef aldrei upplifað svona kafla á mínum ferli og þetta hefur verið virkilega erfitt,“ sagði Pogba í samtali við franska fjölmiðilinn RTL.

„Það er gott að breyta um umhverfi og spila með franska landsliðinu á svona tíma. 

Hópurinn hérna er algjörlega einstakur og það er töfrum líkast að klæða bláu treyjunni þessa dagana,“ bætti Frakkinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert