Loka æfingasvæðinu vegna veirunnar

Leikmenn West Ham eru farnir í smá frí á meðan …
Leikmenn West Ham eru farnir í smá frí á meðan æfingasvæðið þeirra er sótthreinsað. AFP

Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur lokað æfingasvæði sínu í Lundúnum og verður það nú sótthreinsað til að koma í veg fyrir frekari kórónuveirusmit.

Varnarmaðurinn Ryan Fredericks greindist með veiruna fyrir úrvalsdeildarleik West Ham gegn Everton í gær og er nú í einangrun. David Moyes, knattspyrnustjóri liðsins, hefur ákveðið að gefa leikmönnum sínum nokkurra daga frí á meðan æfingasvæðið er sótthreinsað en liðið mætir næst Stockport í enska bikarnum 11. janúar.

Moyes sjálfur smitaðist af veirunni í byrjun tímabils ásamt tveimur leikmönnum sínum, Issa Diop og Josh Cullen. Þá hefur þremur leikjum í deildinni verið frestað nýlega vegna smita en forráðamenn deildarinnar hafa þó sagt að ekki komi til greina að gera hlé á keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert