Gætu ekki gert það sem Rodgers hefur gert

Jürgen Klopp og Pep Guardiola fáir báðir mikið hrós á …
Jürgen Klopp og Pep Guardiola fáir báðir mikið hrós á Englandi fyrir störf sín. AFP

Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal, hrósaði Brendan Rodgers í hástert eftir 2:0-sigur Leicester gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þriðjudaginn.

Leicester tyllti sér á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurinn en Rodgers hefur stýrt liði Leicester frá því í febrúar 2019.

Rodgers hefur gert frábæra hluti með Leicester en liðið rétt missti af Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð.

„Ég sé Pep Guadiola eða Jürgen Klopp ekki gera sömu hluti með Leicester og Rodgers hefur gert með liðið,“ sagði Merson sem starfar í dag hjá Sky Sports eftir leik Leicester og Chelsea.

Leicester er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig eftir nítján spilaða leiki. 

Liverpool, sem er í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig og á leik til góða á Leicester, mætir Burnley í kvöld og getur brúað bilið á Leicester í eitt stig með sigri.

mbl.is