Tuchel í stað Lampards?

Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel. AFP

Enskir fjölmiðlar fullyrða hver á fætur öðrum að Frank Lampard verði í dag rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea og að eftirmaður hans sé þegar á leiðinni til London.

Sky Sport segir að samkvæmt sínum heimildum verði Þjóðverjinn Thomas Tuchel næsti knattspyrnustjóri félagsins og það sé nánast frágengið mál.

Daily Telegraph segir að leikmönnum Chelsea hafi verið sagt að vera í fríi fyrripart dagsins í dag og mæta ekki á æfingasvæði félagsins fyrr en síðdegis.

Chelsea vann Luton 3:1 í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í gær og tekur á móti Wolves í úrvalsdeildinni á miðvikudaginn. Liðinu hefur gengið illa að undanförnu eftir góða byrjun á tímabilinu og er í níunda sæti deildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Manchester United.

Tuchel var á dögunum sagt upp störfum hjá París SG. Hann er 47 ára gamall Þjóðverji sem stýrði Parísarliðinu í tvö og hálft ár en var áður við stjórnvölinn hjá Dortmund og Mainz.

Frank Lampard gengur brosmildur af velli eftir sigur Chelsea á …
Frank Lampard gengur brosmildur af velli eftir sigur Chelsea á Luton í bikarkeppninni í gær. Horfur eru á að það hafi verið lokaleikur hans með liðið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert