Klopp fór mikinn (myndskeið)

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, lét dæluna ganga að loknum leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Rétt eins og fyrir leikinn barst talið að fyrirætlunum Liverpool og ellefu annarra félaga að stofna nýja félagsliðadeild í Evrópu. 

„Við [stjórinn og leikmennirnir] höfum ekkert með þessar fyrirætlanir að gera. Fólk er farið að skrifa greinar um hvað gera eigi við félagið, stuðningsmenn öskruðu á okkur þegar við mættum í leikinn, fólk öskraði á okkur á götum borgarinnar í dag. Þið þurfið að fara varlega því við erum líka manneskjur. Þessi staða er tilfinningaþrungin. Gary Neville talar um You never walk alone. Það ætti nú bara að vera bannað ef maður á að vera hreinskilinn. Við höfum rétt á því að syngja okkar söngva. Þeir eru ekki hans söngvar og hann skilur þá hvort sem er ekki. Mér finnst þessi umræða ósanngjörn. En ég skil vel hvaða skoðanir fólk hefur á þessum fyrirætlunum en ég tala ekki um önnur félög í þessu samhengi,“ sagði Klopp meðal annars og bar lof á eigendur FC Liverpool en hefur ekki haft tækifæri til að bera þessar fyrirætlanir undir þá. 

„Ég hef unnið fyrir félagið í sex ár og eigendurnir eru frábærir. Sanngjarnt fólk sem tekur hlutina alvarlega og tekur ekki ákvarðanir að vanhugsuðu máli.“
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert