Landsliðsmaður Wales með krabbamein

Leikmenn Bournemouth fagna sigri.
Leikmenn Bournemouth fagna sigri. AFP

David Brooks, landsliðsmaður Wales í knattspyrnu, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kom að hann hefði greinst með krabbamein. 

Brooks er 24 ára gamall og leikur með Bournemouth í næstefstu deild í ensku knattspyrnunni en liðið féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. 

„Þessi skilaboð er erfitt fyrir mig að skrifa. Ég hef verið greindur með eitilfrumukrabbamein og mun hefja meðferð hjá læknum í næstu viku,“ skrifaði Brooks meðal annars. 

mbl.is