Chelsea vill leikmann PSG

Layvin Kurzawa í leik gegn íslenska landsliðinu.
Layvin Kurzawa í leik gegn íslenska landsliðinu. AFP

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur áhuga á að fá franska bakvörðinn Layvin Kurzawa að láni frá París SG í Frakklandi út þessa leiktíð.

Chelsea vill fá vinstri bakvörð í janúarglugganum þar sem Ben Chilwell er frá vegna meiðsla út tímabilið.

Kurzawa, sem er 29 ára, hefur verið hjá PSG frá árinu 2015 en hann kom til liðsins frá Mónakó. Kirzawa hefur leikið 13 leiki fyrir franska landsliðið og skorað í þeim eitt mark.

mbl.is