Lampard talinn líklegastur hjá Everton

Frank Lampard.
Frank Lampard. AFP

Frank Lampard er talinn líklegastur til að taka við starfi knattspyrnustjóra Everton eftir að Rafael Benítez var sagt upp störfum um helgina.

Sky Sports greinir frá þessu og segir að Everton muni ræða við Lampard á allra næstu dögum. Wayne Rooney, samherji Lampards í enska landsliðinu um árabil, sé líka talinn mögulegur arftaki Benítez en hann stýrir liði Derby.

Lampard hefur verið atvinnulaus síðan honum var sagt upp störfum hjá Chelsea fyrir ári síðan, eða 25. janúar 2021.

mbl.is