Bjarni: Hefði viljað sjá rautt á Mané

Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool, fékk gult spjald fyrir groddalega tæklingu í 1:0-sigri liðsins á Newcastle United á laugardag.

Þá reyndi hann að ná til boltans áður en Martin Dúbravka í marki Newcastle handsamaði knöttinn. Mané skildi takkana eftir í læri Dúbravka og þótti Bjarna Þór Viðarssyni sparkspekingi sem liturinn á spjaldinu hafi átt að vera annar.

„Við erum að tala um þetta hérna, þetta er ekkert sérstakt. Mér fannst þetta fullmikið hjá honum.

Ég hefði viljað sjá rautt spjald á þetta ef ég að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Bjarni Þór í Vellinum á Símanum Sport í kvöld.

Gylfi Einarsson sparkspekingur var honum alls ekki sammála.

Umræðurnar um brot Mané má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert