Sir Alex fær nýtt hlutverk hjá United

Sir Alex Ferguson náði ótrúlegum árangri með Manchester United.
Sir Alex Ferguson náði ótrúlegum árangri með Manchester United. AFP

Sir Alex Ferguson, goðsögn hjá Manchester United, hefur fengið meiri völd hjá félaginu eftir að Richard Arnold, nýr stjórnarformaður félagsins, leitaði til hans.

The Daily Mail greinir frá að Sir Alex hafi nú meira að segja um ákvarðanir félagsins en nokkru sinni eftir að hann hætti að stýra liðinu fyrir tæpum áratug síðan.

Lítið hefur gengið hjá United síðan Sir Alex hætti með liðið árið 2013 og vill Arnold nýta þekkingu Skotans til að koma liðinu aftur í fremstu röð.

Þrátt fyrir að vera orðin áttræður hefur Sir Alex lítinn áhuga á að slíta sig frá fótboltanum, en hann gerði United þrettán sinnum að Englandsmeistara á sínum tíma, fimm sinnum að bikarmeistara og tvívegis að Evrópumeistara. Hann er að mörgum talinn besti knattspyrnustjóri allra tíma.

mbl.is