Frakkinn skoraði fallegasta markið í ágúst

Allan Saint-Maximin á fleygiferð í leik með Newcastle.
Allan Saint-Maximin á fleygiferð í leik með Newcastle. AFP/Nigel Roddis

Allan Saint-Maximin, franski kantmaðurinn hjá Newcastle, skoraði fallegasta mark ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í ágústmánuði, samkvæmt kosningu á vegum deildarinnar.

Saint-Maximin skoraði markið í leik gegn Wolves, jöfnunarmark á 90. mínútu leiksins sem tryggði liði hans 1:1 jafntefli, og það var einkar glæsilegt eins og sjá má í meðfylgjandi frétt:

mbl.is