Stjóri Leeds í bann og sektaður

Jesse Marsch er kominn í bann.
Jesse Marsch er kominn í bann. AFP/Oli Scarff

Jesse Marsch, bandarískur knattspyrnustjóri Leeds United, er kominn í eins leiks bann eftir að hafa fengið rautt spjald í 2:5-tapi gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í upphafi mánaðar.

Marsch var allt annað en sáttur við að Leeds hafi ekki fengið vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleikinn, þegar Crysencio Summerville féll innan teigs, og fékk hann rauða spjaldið vegna mótmæla sinna.

Auk bannsins er Marsch gert að greiða 10.000 pund í sekt, eða því sem samsvarar einni og hálfri milljón króna.

Næsti deildarleikur Leeds verður gegn Aston Villa á heimavelli 2. október og þarf sá bandaríski að gera sér að góðu að fylgjast með úr stúkunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert