Fyrsti byrjunarliðsleikurinn í stórslagnum?

Casemiro gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir Manchester United á …
Casemiro gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir Manchester United á sunnudag. AFP/Oli Scarff

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Casemiro gæti verið í byrjunarliði Manchester United í fyrsta skipti er liðið mætir Manchester City í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag.

Casemiro kom til United frá Real Madrid á dögunum og hefur enn ekki verið í byrjunarliði rauða liðsins í Manchester. Breska dagblaðið Mirror spáir því að breyting verði á í stórleiknum.

Spá þeir að Casemiro verði í þriggja manna miðju ásamt Christian Eriksen og Bruno Fernandes á meðan Antony, Marcus Rashford og Jadon Sancho verða í þriggja manna framlínu.

Diogo Dalot, Raphaël Varane, Emiliano Martínez og Tyrell Malacia sjá til þess að vernda David De Gea í markinu, verði spá Mirror að veruleika.

mbl.is