Getur svo sannarlega skorað mörk

Danny Ings í leik með enska landsliðinu.
Danny Ings í leik með enska landsliðinu. AFP/Michal Čížek

„Ég sótti Danny því það fólst ekki áhætta í því. Við þurftum leikmann sem þekkir deildina. Við þurfum að skora fleiri mörk og Danny getur svo sannarlega skorað mörk. Vonandi smellur hann vel inn í liðið,“ sagði David Moyes, knattspyurnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, um framherjann Danny Ings sem gekk til liðs við Lundúnarliðið í gær.

West Ham tekur á móti Everton í sannkölluðum botnslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bæði lið eru með 15 stig að loknum 19 leikjum, rétt eins og Southampton en liðin skipa fallsætin þrjú.

Leikurinn verður sýnd­ur beint hér á mbl.is en hann hefst klukk­an 15 á London Stadi­um.

Útsend­ing­in hefst klukk­an 14.30 með upp­hit­un á Sím­an­um Sport og er sýnd á sér­vefn­um Enski bolt­inn hér á mbl.is.

David Moyes hefur ekki gengið sem skildi með West Ham …
David Moyes hefur ekki gengið sem skildi með West Ham á yfirstandandi keppnistímabili. AFP/Ben Stansall
mbl.is