Leikmaður City allt annað en sáttur

Rodri var allt annað en sáttur.
Rodri var allt annað en sáttur. AFP/glyn Kirk

Spænski miðjumaðurinn Rodri var allt annað en sáttur eftir óvænt 0:2-tap spænska landsliðsins gegn því skoska í undankeppni EM í fótbolta í gærkvöldi.

Rodri gagnrýndi skoska liðið í leikslok, en miðjumaðurinn var fyrirliði spænska liðsins í leiknum.

„Svona spilar Skotland, en þetta er meira ruglið. Þeir eru alltaf að tefja, ögra þér og láta sig detta. Þetta er ekki fótbolti,“ sagði leikmaðurinn við Viaplay eftir leik.

Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, var hetja skoska liðsins, því hann skoraði bæði mörk liðsins í afar óvæntum sigri.

mbl.is