Ekki viss um að ten Hag endist mikið lengur

Erik ten Hag á hliðarlínunni gegn Manchester City.
Erik ten Hag á hliðarlínunni gegn Manchester City. AFP/Paul Ellis

„Það bárust fréttir af því í vikunni að leikmenn Manchester United væru að gera ráð fyrir því að Erik ten Hag yrði ekki áfram með liðið á næstu leiktíð og hann virkar eitthvað hálf bugaður á hliðarlínunni þessa dagana,“ sagði þáttastjórnandinn Bjarni Helgason í Fyrsta sætinu þegar rætt var um enska boltann.

Manchester United tapaði illa fyrir nágrönnum sínum í Manchester City í stórleik 27. umferðar deildarinnar á Etihad-vellinum í Manchester á sunnudaginn, 3:1, en City var mun sterkari aðilinn í leiknum.

Ten Hag farinn að þreytast

„Skipulagður sóknarleikur United var varla til staðar og eini sóknarmöguleiki liðsins kom þegar André Onana reyndi að þruma boltanum langt upp völlinn,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu. 

Mér finnst Erik ten Hag vera farinn að þreytast og ég er ekki viss um að hann endist mikið lengur á Old Trafford en út þetta tímabil,“ sagði Aron Elvar meðal annars.

„Mér fannst uppleggið hjá United í þessum leik benda til þess að liðið væri í 16.-17. sæti,“ sagði Jökull Þorkelsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert