Opinbera næsta aukapakka eftir páska

World of Warcraft.
World of Warcraft. Grafík/Activision Blizzard

Strax eftir páska, þann 19. apríl,  mun Activision Blizzard opinbera næsta aukapakka World of Warcraft.

Kynningin á aukapakkanum fer fram með streymi sem hefst klukkan 16:00 á þriðjudaginn í næstu viku, hægt verður að horfa á það bæði á YouTube sem og Twitch.

„World of Warcraft hefur kveikt í ímyndunarafli í gegnum djúpa frásagnarlist og víðáttumikla heima sem ríkir í gegnum allan Skuggalands-aukapakkann,“ segir World of Warcraft í tilkynningu um fagnaðarerindið.

„Frá vonlausum djúpi Mawsins og til himneskrar sléttu Zereth Mortis, færa Skuggalönd heim sem skorar á hetjur að takast á við öflin sem ógna jafnvægi alheimsins á milli lífs og dauða. Þegar sögunni í Skuggalöndum lýkur er tími til þess að fá innsýn í hvað er framundan fyrir hetjur Azeroth.“

mbl.is