Stórmótið í Laugardalnum heldur áfram

Austin Roberts „crashies“, liðsmaður OpTic Gaming á Masters Reykjavík 2022.
Austin Roberts „crashies“, liðsmaður OpTic Gaming á Masters Reykjavík 2022. Ljósmynd/Colin Young-Wolff/Riot Games

Í gær voru spilaðar tvær viðureignir í Laugardalshöllinni í stórmótinu Masters Reykjavík en þar er keppt í tölvuleiknum Valorant frá Riot Games.

Fyrri viðureign gærdagsins hófst klukkan 17:00 var spiluð af OpTic Gaming og DRX. Eftir mikil átök innanleikjar var staðan í lok viðureignar 2:1 OpTic Gaming í hag.

Síðan klukkan spiluðu LOUD og G2 Esports seinni viðureignina, klukkan 20:00, og fór hún svo að LOUD gekk af sviðinu eftir 2:0 sigur.

Hér að neðan má horfa á myndband sem sýnir aðeins frá lífinu í Laugardalshöllinni í gær.

Heldur áfram í dag

Fyrri viðureign dagsins hófst núna klukkan 17:00 en það eru liðin Zeta Division og DRX sem byrja keppnisdaginn.

Að þeirri viðureign lokinni taka liðin Paper Rex og G2 Esports við og spila seinni viðureignina, klukkan 20:00.

Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Twitch-rásinni VALORANT eða einfaldlega hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert