Drekar stela senunni í næsta pakka

Næsti aukapakkinn í World of Warcraft, Dragonflight, mun snúa að …
Næsti aukapakkinn í World of Warcraft, Dragonflight, mun snúa að drekum. Grafík/Activision Blizzard

Drekar njóta sviðsljóssins í nýjum væntanlegum aukapakka í World of Warcraft, Dragonflight, en það verður níundi aukapakkinn á síðastliðnum átján árum.

Dragonflight mun beina athyglinni að endurkomu Dreka Aspekta (e. Dragon Aspects). Dreka Aspektar eru ævintýralegu og töfrandi verndarar Azeroth sem hurfu eftir atburði í Cataclysm aukapakkanum fyrir tólf árum síðan.

Kannað dularfullar Drekaeyjar og nýr kynþáttur

Leikmenn munu halda til hinna dularfullu og fram að þessu, leyndu Drekaeyjanna til þess að kanna fimm svæði. Hvert svæði bundið við þema hvers Dreka Aspekts.

Með Dragonflight kemur einnig ný blanda af kynþætti/klassa að nafni Dracthyr Evokers, en það eru einskonar blendingar af drekum og manneskjum. 

Dracthyr notast við færiskaða (e. ranged damage) og búa að heilunarkröftum í tengslum við Dreka Aspektana. Ólíkt Worgen, geta Dracthyr aðeins verið spilaðir sem Evoker klassinn, og Evoker klassinn er bundinn við Dracthyr.

Dragonflight mun líka færa leikmönnum nýja afþreyingu þegar riðið er dreka. Óvíst er hvort það verði dreka-kappreiðar en það verður hægt að sérsníða afþreyinguna að einhverju leyti.

Endurbætur á föndurkerfinu

Hvað allt föndur varðar, verður nýtt einkunnarkerfi kynnt til leiks fyrir allar hliðarkunnáttur (e. professions) auk þess að sérstakt pláss í bakpokanum fylgir.

Leikmenn sem eiga réttu hráefnin, en búa ekki að réttu hliðarkunnáttunni til þess að föndra það sem þeir vilja, munu njóta góðs af nýrri leið til þess að fá tiltekinn hlut gerðan fyrir sig.

Vinnukerfið mun binda enda á þá hefð að „öskra“ í skiptispjallinu (e. trade chat) og verður það áreiti því úr sögunni fyrir leikmenn innanleikjar.

Dragonflight mun bjóða upp á sérstaka valmynd þar sem leikmenn geta birt hvað þeir vilja að sé föndrað fyrir þá, og hráefnið sem þeir búa að. Geta þá þeir sem búa að réttri hliðarkunnáttu valið um verkefni eftir því.

mbl.is