Among Us á bakinu í Fortnite

Víxlverkefni Among Us og Fortnite færir Fortnite-leikmönnum Among Us-skartgrip og …
Víxlverkefni Among Us og Fortnite færir Fortnite-leikmönnum Among Us-skartgrip og nýja hreyfingu. Skjáskot/Twitter/ShiinaBR

Among Us-hlutir eru nú aðgengilegir í Fortnite sem hluti af víxlverkefni sem fyrst var tilkynnt um á síðasta ári.

Víxlverkefnið gerir leikmönnum kleift að bera uppáhalds Among Us-persónuna sína á bakinu sem skartgrip. Þá lítur Fortnite-persónan út fyrir að vera með einskonar Among Us-bakpoka. Þar að auki fylgir ný hreyfing með (e. emote).

Twitter-notandinn Shiina tísti frá nýjungunum í Fortnite með myndbandi sem sýnir frá hreyfingunni og skartgripnum.

Í gegnum Epic Games

Leikmenn geta nálgast þessa hluti með því að kaupa Among Us frá Innersloth í vefverslun Epic Games, en hlutirnir verða innleiddir í Fortnite-verslunina síðar.

Þeir leikmenn sem höfðu áður keypt Among Us í gegnum Epic Games geta opnað fyrir hlutina þegar þeir skrá sig inn í Fortnite.

Var áður gagnrýnt

Áður en samstarfið var tilkynnt, á síðasta ári, hafði Epic Games verið harðlega gagnrýnt fyrir, þá nýja, leikhaminn Impostors sem tengist baksögu Fortnite.

Hamurinn var sagður líkjast tölvuleiknum Among Us um of, og sagði leikjastjóri Among Us jafnframt að „það hefði verið gott að vera í samstarfi“.

Skömmu síðar var tilkynnt um samstarfið fyrirtækjanna með uppfærsluatriðum 18.20-uppfærslunnar í Fortnite og á Twitter.

mbl.is