Birtu heimildarmynd um Among Us

Among Us.
Among Us. Grafík/Innersloth

Vinsældir tölvuleiksins Among Us hafa verið á hraðri uppleið undanfarin ár og margt gengið á.

Í nýlegri heimildarmynd fá áhorfendur innsýn inn í það hvernig þróunaraðilar tókust á við ýmis verkefni í sambandi við leikinn og ört vaxandi vinsældir hans.

Heimildarmyndin var birt á YouTube-rásinni Noclip og þar er má sjá hvað hefur verið að gerast á bakvið tjöldin í leiknum með ítarlegum viðtölum við fólk sem vinnur að leiknum. 

Þar má sjá hvernig lítið teymi þróunaraðila tekst á við mjög hraðan vöxt leikmanna í tölvuleik, en það getur verið krefjandi þar sem t.d. mikil umferð á netþjónum getur ollið vandamálum fyrir leikmenn.

Heimildarmyndina má horfa á hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert