Dusty dregur sig úr keppni

Perkz, leikmaður Cloud9, sýndi glæsilega æfingaaðstöðu Dusty í myndbandi Cloud9.
Perkz, leikmaður Cloud9, sýndi glæsilega æfingaaðstöðu Dusty í myndbandi Cloud9. Skjáskot/youtube.com/Cloud9LoL

Rafíþróttafélagið Dusty hefur ákveðið að reyna að selja þátttökurétt sinn í Norrænu Meistaradeildinni (Northern League of Legends Championship).

Þetta hefur komið nokkrum á óvart enda eru Dusty ríkjandi deildarmeistarar.

Dusty er eina íslenska liðið í Norrænu Meistaradeildinni. Liðinu hefur gengið gríðarlega vel bæði hérlendis og erlendis og á góð sambönd við stór erlend rafíþróttalið.

Byrjunarlið Dusty í Norrænu Meistaradeildinni hafði þó enga íslenska leikmenn innanborðs en varamannabekkurinn þeirra var setinn af þremur íslenskum leikmönnum.

Dusty í miðjum úrslitaleik NLC.
Dusty í miðjum úrslitaleik NLC. Skjáskot/Youtube

Ekki eina liðið

Dusty er þó ekki eina liðið sem leitast eftir því að draga sig úr keppni en liðin MNM Gaming og Excel Esports eru bæði með sætin sín til sölu.

Heimildir herma að Dusty sé að reyna að beina fjármagni og kröftum sínum meira í íslensku rafíþróttasenuna og með því halda í gildi og markmið félagsins.

Það verður spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér og hvert næsta skref Dusty sé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert