Unnu úrslitaleikinn og halda til Evrópu

Sigurvegarar íslenska Blast umspilsins.
Sigurvegarar íslenska Blast umspilsins. Mynd/RÍSÍ

Úrslitaviðureign íslenska Blast umspilsins fór fram í gærkvöldi og áttust þar við liðin Dusty og SAGA Esports.

Tenging við stærri mót

SAGA sem hafði fyrr í umspilinu sigrað Dusty leitaði að sigri til þess að fullkomna umspilið þeirra og halda áfram í Blast undankeppnum.

Dusty, sem höfðu eftir tapið spilað fjóra leiki og einungis tapað einu korti, komu ferskir til leiks og sýndu gæði sín vel. Dusty vann úrslitaviðureignina 2-0.

Með sigri í umspilinu tryggðu Dusty sér sæti í Pelaajat Nordic Masters Spring 2023 - BLAST Premier Qualifier.

Þetta umspil er tengipunktur smærri liða við stærri keppnir og því til mikils að vinna og til hamingju með árangurinn Dusty!

Ljósleiðaradeildin í Counter-Strike fer aftur af stað í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert