Fyrirtæki keppa hvert við annað í rafíþróttum

Firmamótið er rafíþróttamót þar sem fyrirtæki keppa við hvort annað.
Firmamótið er rafíþróttamót þar sem fyrirtæki keppa við hvort annað. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Sumir segja að maður hætti aldrei að leika sér og bendir Firmamótið einmitt til þess, en fyrirtæki geta nú þegar skráð sig til leiks í næsta mót.

Firmamótið er rafíþróttamót þar sem fyrirtæki etja kappi hvert við annað í tölvuleikjum og styrkja um leið vinabönd innan fyrirtækjanna.

Líkt og áður verður keppt í þremur tölvuleikjum en starfsmenn hvers fyrirtækis keppa nú í tölvuleikjunum Counter-Strike: Global Offensive, Valorant og Rocket League. Þá verður krýndur sigurvegari í hverjum leik fyrir sig.

Mynda varanleg tengsl

Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, segist vera mjög spenntur fyrir mótinu í ár en um sextíu lið tóku þátt á síðasta Firmamóti.

„Þetta er frábær vettvangur fyrir fyrirtæki til að þjappa hópnum saman og mynda varanleg tengsl,“ segir Aron í samtali við mbl.is.

„Við höldum aldrei nein mót af því bara, heldur leggjum við alltaf upp í ferðalag þar sem við setjum okkur einhver markmið.“

Ólafur Steinarsson hjá ECA og Aron Ólafsson hjá RÍSÍ.
Ólafur Steinarsson hjá ECA og Aron Ólafsson hjá RÍSÍ. Ljósmynd/Esports Coaching Academy

Liðaþrautir og verðlaun

Hvert fyrirtæki má senda inn eins mörg lið og því hentar og eru varamenn einnig leyfilegir. Skráning fram í gegnum þennan hlekk og er fyrsti keppnisdagur þann 6. febrúar. Mótið stendur yfir fram í apríl og verður spilað á mánudögum frá klukkan 20:00 til klukkan 22:00.

„Við ætlum að vinna með Esport Coaching Academy til að búa til skemmtilegar þrautir og liðsæfingar til að bæta upplifun þeirra liða sem mögulega eru að stíga sín fyrstu skref.“

Öll lið sem skrá sig fá aðgang að liðsæfingum frá Esports Coaching Academy, ECA. Með því geta lið einnig unnið sér inn verðlaun með því að leysa liðaþrautir sem tengjast ekki úrslitum leikja. Er þetta hluti af nýrri nálgun RÍSÍ, Betri vegferð, í sambandi við mótahald.

Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, RÍSÍ.
Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, RÍSÍ. Ljósmynd/Rafíþróttasamtök Íslands

Gera sér glaðan dag í Kópavogi

„Við köllum þetta Betri vegferð, því þarna fá starfsmenn fyrirtækja tækifæri til að skemmta sér saman og kynnast hver öðrum betur. Allt þetta endar svo á úrslitadegi hjá Arena Gaming þar sem starfsmenn ólíkra fyrirtækja keppa til sigurs og gera sér glaðan dag.“

Úrslitakvöld allra leikja verður haldið í rafíþróttahöllinni Arena, líkt og Aron greindi frá, en sérstökt Firmamótstilboð verða í boði á meðan. Þeir sem ekki komast á staðinn geta fylgst með í beinni útsendingu þar sem streymt verður frá kvöldinu.

„Hreinlega spyrjum við okkur af hverju erum við að halda þetta mót? Firmamót ELKO snýst um að vinna að liðsheild og samvinnu.“

Nánar má lesa um Firmamótið á heimasíðu Rafíþróttasamtaka Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert