Slæmar fréttir fyrir aðdáendur leiksins

Far Cry 7 virðist ekki vera á leiðinni.
Far Cry 7 virðist ekki vera á leiðinni. Skjáskot/Every

Ævintýra- og skotleikjaserían Far Cry virðist ekki vera að fá nýja viðbót á næstunni. Twitter-notandinn „ScriptLeaksR6“ sem hefur áður tjáð sig á samfélagsmiðlinum um leikjaseríuna segir að lítið sé að frétta af framvindu leiksins og ekki sé verið að vinna í honum.

Fjárhagsvandræði

Síðastliðin ár hefur leikjaframleiðandinn Ubisoft sinnt leikjaseríunni vel og gefið út marga leiki, nánast annað hvert ár. Far Cry 6 er nýjasti leikurinn í þessari leikjaseríu og það virðist sem svo að framleiðendurnir ætli að reyna halda þeim leik lengur á lífi en forverum hans.

Ubisoft hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu mánuði en fyrirtækið hefur þurft að segja upp starfsfólki og hætt við verkefni vegna fjárhagsvandræða. 

Far Cry 7 virðist ekki vera í framleiðslu núna en síðustu tíu ár hefur röð leikja frá Ubisoft ávallt verið sú sama og staðist, alltaf eftir útgáfu Far Cry leikja koma út smærri titlar í von um að þeir fái tækifæri á tölvuleikjamarkaðinum.

Næsti leikur frá Ubisoft gæti því verið smærri leikur en Far Cry 7.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert