Villeneuve í rallíkross

Jacques Villeneuve er margt til lista lagt. Hér mundar hann …
Jacques Villeneuve er margt til lista lagt. Hér mundar hann tennisspaðan fagmannlega í góðgerðarleik. mbl.is/ap

Kanadíski ökumaðurinn Jacques Villeneuve hefur sopið marga fjöruna frá því hann varð heimsmeistari ökumanna sem liðsmaður Williams á formúlutíðinni 1997.

Nú hefur Villeneuve gengið til liðs við lið að nafni Albatec Racing og mun keppa með því í öllum mótum ársins í heimsmeistarakeppninni í rallíkross.

Hann mun keppa á Peugeotbíl en vertíðin hefst í Portúgal snemma í maí og lýkur í Argentínu seint í nóvember.

„Þetta verður alveg ný reynsla fyrir mig. Miðað við það sem ég hef séð í sjónvarpi og vídeói ásamt því að spreyta mig á Peugeotinum, þá eru þetta mest spennandi bílar sem ég hef nokkru sinnum ekið. Hröðunin er hreint ótrúleg,“ segir  Villeneuve.

„Ég get ekki beðið þess að vertíðin byrji,“ bætti Villeneuve við. Ásamt titli ökumanna í formúlu-1 varð hann meistari í systurkeppni formúlu-1 í Bandaríkjunum á sínum tíma og vann auk þess hinn mikla kappakstur Indianapolis 500.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert