Carlos Sainz til Toro Rozzo

Sainz-feðgarnir á mótsstað.
Sainz-feðgarnir á mótsstað.

Toro Rosso hefur ráðið spænska ökumanninn Carlos Sainz yngri, ríkjandi meistara í  Formula Renault 3.5 Series, sem keppnismann á næsta ári.

Sainz þreytir því frumraun sína í formúlu-1 á næsta ári en hann er sonur hins mikla rallkappa Carlos Sainz eldri, sem tvisvar varð heimsmeistari í ralli.

Sainz er fyrsti ökumaðurinn úr ökumannaprógrammi Red Bull sem vinnur Renaultformúluna. Hann mun keppa við hlið Max Verstappen hjá Toro Rosso og verður vertíðin 2015 sú fyrsta á keppnisferli beggja.



Carlos Sainz yngri fremstur í flokki á formúlu Renault 3.5 …
Carlos Sainz yngri fremstur í flokki á formúlu Renault 3.5 bílnum í Mónakó í vor.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert