Hülkenberg hjá Force India út 2017

Nico Hülkenberg ræðir við blaðamenn.
Nico Hülkenberg ræðir við blaðamenn. mbl.is/afp

Nico Hülkenberg verður áfram ökumaður hjá Force India og að minnsta kosti út árið 2017. Hefur hann undirritað nýjan samning við liðið.

Hülkenberg vann sér það helst til frægðar á árinu og vinna sólarhringskappaksturinn í Le Mans í Frakklandi. 

„Ég er mjög ánægður að hafa gengið frá þessum samningi. Ég þekki liðið út og inn og hér líður mér eins og heima hjá mér. Það var því skynsamlegt að binda sig til lengri tíma,“ segir  Hülkenberg í tilefni samningsgerðarinnar.

Hülkenberg kom að nýju til liðs við Force India fyrir keppnistíðina í fyrra, en áður var hann þar um tveggja ára skeið.


 

mbl.is