Þolum ekki annað ár sem þetta

Lance Stroll á Williamsbílnum í keppni. Á þessu stigi er ...
Lance Stroll á Williamsbílnum í keppni. Á þessu stigi er óvíst hvort liðið haldi í hann 2018. AFP

Williamsstjórinn Claire Williams sgeir að liðið „geti ekki sýnt aftur aðra eins frammistöðu“ og í ár.

Williams freistar að ná saman vopnum sínum og komast aftur í hóp toppliða. Eftir mörg mögur ár rauk það fram á við þegar nýjar reglur formúlunnar komu til framkvæmda og hafnaði í þriðja sæti í keppni liðanna bæði 2014 og 2015. 

Á ógæfuhliðina seig hins vegar aftur í fyrra er liðið náði aðeins fimmta sæti og í sama sæti er það á yfirstandandi keppnistíð og hefur í raun unnið færri stig í ár og fyrir nákvæmlega 12 mánuðum.

Sú breyting hefur átt sér stað á árinu að Williams hefur ráðið hinn reynslumikla Paddy Lowe til sín frá Mercedesen hann hóf reyndar ferilinn í formúlu-1 hjá Williams og var ásamt Adrian Newey maðurinn á bak við sigursæld Williams á tíunda áratug nýliðinnar aldar.

Með hann í röðum sínum vonast Williams til að veikleikar liðsins verði í ljós leiddir og lagaðir svo mun betri árangur geti náðst á næstu keppnistíð, 2018. Claire Williams segir að maður á borð við Lowe sé með klárar hugmyndir í kollinum. Til að geta leitt veikleikana í ljós hafi hann allt frá í ársbyrjun stundað greiningarvinnu hjá liðinu, bæði í bílsmiðjunni og á mótum.

„Við erum komin í gegnum þetta núna og erum að meta hvernig við ráðstöfum kröftum okkar með 2018 í huga svo við getum ráðist á veikleikana. Heilmikið af þeim komu á daginn um miðbik síðasta árs og við getum ekki farið inn í aðra keppnistíð glímandi við sömu vandamál og þá,“ segir Williams. 

mbl.is