Kubica hættir hjá Williams

Robert Kubica á blaðamannafundi í Singapúr í dag en þar …
Robert Kubica á blaðamannafundi í Singapúr í dag en þar mun hann keppa um helgina. AFP

Williamsliðið tilkynnti í dag, að pólski ökumaðurinn Robert Kubica hefði ákveðið að standa upp úr kappakstursbíl liðsins við komandi vertíðarlok í nóvember.

Eftir nokkur aksturspróf hjá  Williams 2017 þar sem hann sigraði hug og hjörtu liðsmanna réði Williams Kubica sem reynslu-  og þróunarökumann sinn fyrir árið 2018 og sem keppnismann á þessu ári, 2019.

Vann Kubica fyrstu stig Williamsliðsins á yfirstandandi keppnistíð í þýska kappakstrinum í Hockenheim.

„Ég vil þakka liðinu fyrir tvö síðustu árin og hjálpa mér að komast aftur til keppni í formúlul-1. Ég hef notið verunnar hjá Willams, bæði sem þróunarökumaður  og sem keppandi. Mér finnst tímabært nú að leita inn á einhver önnur svið og nýs kapítula í keppnisferilsinn.

Liðsstjórinn Claire Williams segist virða þá ákvörðun Roberts Kubica að yfirgefa liðið í vertíðarlok, lagði áherslu á mikið  og mikilvægt framlag hans til liðsins og óskaði honum velgengni á nýjum lendum. Kveðst liðið síðar munu skýra frá hverjir keppi fyrir Williams 2020 en líklegt þykir að nýliðinn George Russell haldi sæti sínu.

Liðsmenn Williams á leið til skoðunar með bílnum sem Robert …
Liðsmenn Williams á leið til skoðunar með bílnum sem Robert Kubica mun keppa á um helgina Singapúr kappakstrinum. AFP
Robert Kubica á ferð í formúlu-1 kappakstri.
Robert Kubica á ferð í formúlu-1 kappakstri. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert