Vettel fljótastur í Barcelona

Sebastian Vettel (1:20,396) hjá Ferrari ók hraðast þrettán ökumanna sem voru við þróunarakstur í Barcelona í dag. Ók hann langflesta hringi eða 168, sem svarar til tveggja kappaksturslengda.

Í öðru sæti á lista yfir hröðustu hringi varð Valtteri Bottas hjáMercedes (1:20,596) en hann var nákavæmlega tveimur tíundu úr sekúndu lengur með sinn besta hring en Vettel.  Ók Bottas næstum helmingi færri hringi eða 88.

Þriðja besta tímann átti Max Verstappen hjá Red Bull (1:20,649) eftir 130 hringja akstur.

Lewis Hamilton (1:20,808) og Bottas deildu akstrinum hjá Mercedes í dag og setti heimsmeistarinn fjórða besta tímann en hann ók jafn marga hringi og Bottas eða 88.

Í sætum 5 - 13 urðu Pierre Gasly hjá Toro Rosso (1:20,973), Kevin Magnussen hjá Haas (1:21,298), Nico Hülkenberg á Renault (1:21,432), Carlos Sainz á  Renault (1:21,455), Sergej Sírotkín hjá  Williams (1:21,588), Sergio Perez hjá Force India (1:21,643), Marcus Ericsson á Sauber (1:21,706) sem ók 118 hringi, Stoffel Vandoorne á McLaren (1:21,946) og Lance Stroll á Williams (1:22,937)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert