Hamilton fljótastur

Lewis Hamilton tí Barcelona í dag.
Lewis Hamilton tí Barcelona í dag. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Barcelona og ökumenn Red  Bull, Daniel Ricciardo og Max Verstappen áttu annan og þriðja besta tímann.

Engum ökuþór tókst að bæta brautarmet Valtteri Bottas á Mercedes frá morgunæfingunni. Ricciardo var í góðum gír og eins og árekstur í morgun hafi engum vandræðum valdið honum. Var hann aðeins 0,1 sekúndu á eftir Hamilton.

Kimi Räikkönen á Ferrari varð fyrir vélarbilun og gat ekki klárað æfinguna. Liðsfélagi hans Sebastian Vettel átti fjórða besta hringinn, Bottas þann fimmta og Räikkönen þann sjötta.

Í sætum sjö til tíu á lista yfir hröðustu hringi urðu - í þessari röð - Romain Grosjean og Kevin Magnussen á Haas, Stoffel Vandoorne á McLaren og Sergio Perez á Force India.

Williamsbílarnir urðu í tveimur neðstu sætunum og voru þeir vel á fjórðu sekúndu lengur með hringinn en Hamilton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert