Óbreytt hjá Haas

Kevin Magnussen (t.v.) og Romain Grosjean keppa áfram fyrir Haas …
Kevin Magnussen (t.v.) og Romain Grosjean keppa áfram fyrir Haas 2019.

Engar breytingar verða á ökuþóraskipan Haas-liðsins á næsta ári. Tilkynnt var í dag, að Romain Grosjean og Kevin Magnussen myndu keppa áfram fyrir liðið 2019.

Grosjean hefur verið liðsmaður Haas frá fyrsta degi þess árið 2016 og verður því á sinni fjórðu keppnistíð með Haas á næsta ári, en með því og öðrum liðum er Grosjean nú á sinni áttundu keppnistíð.

Danski ökumaðurinn Kevin Magnussen er á öðru ári, en hann kom til Haas fyrir 2017. Árið 2019 verður hans fimmta í formúlu-1.

mbl.is