Vettel segir Mercedes í sérflokki

Lewis Hamilton á ferð í Melbourne í morgun.
Lewis Hamilton á ferð í Melbourne í morgun. AFP

Sebastian Vettel segir að Mercedesbíllinn „virðist í sérflokki“. Lét hann þau ummæli falla eftir æfingar dagsins í  Melbourne, en á þeim báðum ók Lewis Hamilton hraðast.

Hamilton var átta tíundu úr sekúndu fljótari í förum en Vettel á seinni æfingunni en mun minna var á milli þeirra eftir fyrri æfinguna. Sagði Ferrariásinn að Mercedesliðið virtist afar sterkt.

„Mér sýnist þeir mjög hraðskreiðir, veit ekki hvort ástæðan er að við áttum nokkuð brösugt, en hvað sem öllu líður þá voru þeir í sérflokki.  Hvaða bull var þetta allt saman [á vetraræfingunum í Barcelona] um að þeir væru ekki í formi?“  

Vettel játaði að hann hefði glatað trausti til Ferrarifáksins á seinni æfingunni, hann hefði verið ómögulegur meðferðar. Staðfesti hann að Ferrari ynni stíft að því að ráða bót á því áður en laugardagsæfingarnar hefjast.

Nýliðinn Charles Leclerc hjá Ferrari bíður þess að æfing hefjist …
Nýliðinn Charles Leclerc hjá Ferrari bíður þess að æfing hefjist í Melbourne í morgun, AFP
mbl.is